Tuesday, June 19, 2007

Frá framkvæmdum á Hringbrautinni


Ítölsk(eyðslu)kló

Þessi dagur byrjaði nú nokkuð vel, tók mig til og vaknaði snemma, höhömm geri það nú alltaf, en venjulega læt ég símann snooza í hálftíma eða lengur. En allavegana ég fór á fætur við fyrstu hringingu. Inn á bað og lék andlitið hvítu votu frotte stykki. Dýrustu smyrslin borin á, tannperlurnar fægðar, greitt í gegnum lokkana og loks gríman sett á. "Hver er þessi guðdómlega stjarna?" - heyrðist úr svefnherberginu, Jorge kærastinn minn var alveg dolfallinn. Ókei þetta voru dagdraumar, hann hraut ennþá þegar ég kom inn til þess að klæða mig. Ég sprautaði nýja ilmvatninu á mig og labbaði að rúmstokknum og beygði mig niður til að bjóða Jorge góðan dag, hann rétt opnaði augun pírði þau og sagði; "Have a good day baby" "Sjáumst í kvöld" Jæja, hann veit ekki hverju hann missti af! Ekki á hverjum degi sem ég lít út eins og stjarna. Næst var stélið mitt vakið, ohh litla greyjið hefði viljað sofa eilítið lengur. Við skunduðum á leikskólann og hún fékk morgunmat þar, já við brugðum heldur betur útaf vananum. Venjulega er stoppað á leiðinni á leikskólann í Melabúðinni og keyptur banani og mangósafi, þetta kalla ég 5 mínotna morgunmat úr Meló. Næst var ferð minni heitið á Te og Kaffi í Saltfélaginu út á Granda. Ég er orðin forfallin latté dama. Og reyndar þurfti ég endilega að sniglast um staðinn um daginn og finna þar kæliskáp með kirsuberja ostaköku! Nammi nammi, hún er gjörsamlega guðdómleg. Svo einn tvöfaldur latté með hnetusýrópi, ostakaka og ógrynni af hönnunartímaritum og bókum... It's like heaven, úú a. Held að þetta sé lag. Jæja eftir klukkutíma á Te & Kaffi brunaði ég út á Hringbrautina, ég hafði mælt mér mót við hann Óskar kl. 09:30. Hann er einhverskonar verkstjóri hjá Handlaginn.is Hann ætlar að gefa mér tilboð í hin ýmsu verk í nýju íbúðinni. Það sem ég og Georg minn ráðum ekki við. Til dæmis að fræsa fyrir ofnalögnum í gólfið, fræsa fyrir gaskútsleiðslu frá eldhúsinu og út á svalir og fræsa fyrir sjónvarpskapli. Bora í gegnum burðarvegg fyrir eldhúsniðurfalli og vatnslögnum. Múra í sárin sem eru í loftinu eftir gömlu veggina. Flota gólfið, hlaða upp sturtubað og svo benti hann mér á þessar ítölsku innstungur! Alltaf bætist eitthvað ofan á! Er enn að melta þá hugsun um allan þennan gífurlega kostnað. Kostnaðurinn við þetta mun sennilega hlaupa langt yfir eina og hálfa milljón. Ef einhver einhver á sparnaðarráð sem inniheldur ekki "Ekki láta eins og þú sért óendanlega rík og að peningar vaxi birkitrjánum í húsgörðum í Vesturbænum" Þá vinsamlegast hafið samaband, góð laun fyrir gott ráð :) Og svona rétt í lokin, hafi einhver áhuga á að fara til Parísar þann 1. júlí í eina viku (flug og gisting, 45.000 krónur) með mér og RM, endilega látið mig vita.

Merci, María.

Saturday, June 16, 2007

Stélið mitt

Gráhærð á Hringbrautinni

Á þessum tímapunkti hefur litla fjölskyldan stækkað, við erum nú plús einn, sem sagt enn voða lítil fjölskylda. Í lok aprílmánaðar seldi ég Sólvallagötuna (mikil sorg, helst ekki minnast á Sólvallagötuna) og keypti á Hringbrautinni. Mesta sjokkið er að minnka við sig um 61 fermeter, úr 112 fm í 51 fm! Semsagt draumur arkitektsins seldur. Og að fara hinum megin við Hringbrautina úr 101 í 107. En ég er dugleg á að minna sjálfa mig á þetta er aðeins millibils ástand, cirka eitt og hálft ár til tveggja í mesta lagi. Við fengum Hringbrautina afhenta þann 1. júní en þá hófust miklar framkvæmdir, þrír veggir brotnir niður, niðurlímt gegnheilt stafa parket rifið upp og ansi margar sorpuferðir. Í orðsins fyllstu merkingu þá hef ég verið gráhærð eftir vinnu undanfarna daga á Hringbrautinni, sökum ryks úr gömlum veggjum sem innihalda sag, hraun, vikur og múr. Allt þetta púl og verðlaunin eru sýn inn í framtíðina, ekki slæmt! Hef meira að segja tekið þá ákvörðun um að lita ekki háralitinn minn þegar gráu hárin fara að koma. Verð bara í stíl við hann Jorge minn, hann er kominn með smá grátt. Við vonum að Hringbrautin verði tilbúin í byrjun Október. En helst á dagskrá hjá okkur er að flytja eldhúsið inn í stofuna og stækka baðið á kostnað annars herbergisins. Við búum öll á æskuslóðum mínum hér á Víðimelnum í íbúðinni hans Jorge, afar notalegt og hún Rannveig M. hefur eignast 2 vinkonur hér í húsinu, þær Ragnheiði 5 ára og Ellen 3 ára. Svo í Júlí tökum við okkur smá pásu og förum til Danmerkur í eina viku. Þetta mun verða fyrsta ferð okkar Jorge saman erlendis og fyrsta utanlandsferð Rannveigar M.

Hamingja. Það besta í heimi. Langaði bara að deila því.

María hamingjusama, móðir og kærasta.