Thursday, June 12, 2008

Að ári liðnu...

Eða svona nærri því. Loksins þegar ég get "loggað" mig inn þá er ég orðlaus, orkulaus og áhugalaus. Ekki enn farin að tjá mig á spænsku, en fór í Iðnskólann í Hfj. og fékk fínar einkunnir. Mánuður í Kanada og Mexíkó framundan. RM fékk langþráða koju fyrir viku síðan. Í dag upplýsti ég RM um að Kuldaboli væri uppspuni. Hann er semsagt ekki vera í nóttinni sem leitar uppi óþekk börn og tekur þau með sér í hellinn sinn þar sem hann geymir þau til eylífðarnóns, þar sem þau fá ekki mat, rúm, hlýju og dót. RM hræddist hann mjög og tóku allir 3 fjölskyldumeðlimirnir þátt í lyginni. Átti hann að vera einhver "vera" í myrkrinu sem gat verið svört rétt eins og myrkrið, enginn gat fyrir vissu sagt að hann hafi séð hann almennilega, jú kannski bara afi því hann slóst við afa, og afi hafði betur. Að sjálfsögðu kom þetta frá RM. Hann gat dulbúist í trjánum úti og þar af leiðandi horft inn til manns. Hann haf frá sér hljóð eins og vindurinn. Ég held samt að við eigum eftir að sakna hans, mikið var um hann rætt og oft spunnust upp óralangar sögur. Hvíl í friði.